Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

laugardagur, október 19, 2002

Gleði, gleði, gleði! Viti menn það var ennþá skemmtilegra í gær en á fimmtudaginn á Airwaves. Byrjaði kvöldið á að sjá SKE í Iðnó og það var æði, hélt að það yrði toppurinn á kvöldinu en svo var það bara byrjunin. Þegar SKE voru búin röltum við Tinna yfir á Nasa og rétt sáum restina á Singapore Sling, sáum alla dagskrá Vinyls og mér fannst þeir mjög fyndnir því söngvarinn var með svo rosalegt attitude. Svo þegar þeirra dagskrá var búin biðum við heillengi eftir að sjá Leaves sem mér fannst eiginlega bara vera stjörnustælar, því áður en þeir byrjuðu (eftir hálftíma bið) kom aðalkallinn sem sér um hátíðina (var mér sagt) og kynnti þá. Þeir voru alveg fínir en hljóðiðkerfið ekki alveg að virka hjá þeim. Sáum nokkur lög og héldum svo yfir á Gaukinn það sem Rapture (frá USA) spilaði og þar rokkuðum við feitt. Vorum alvöru grúppíur fremst við sviðið og eins og Tinna orðaði það svo smekklega "rokkuðum af okkur rassinn" (og minn er stór!). Það má kannski líka bæta því við þessa Airwaves umræðu að við "hittum" söngvarann í The Hives og hann er ennþá sætari en í sjónvarpinu. Fórum svo á pöbbarölt og fórum aðeins á Grandrokk þar sem við vorum voða menningalegar og tókum eina skák (og það verður auðvitað að koma fram að ég vann). Fórum svo á Kaffibarinn og ég endaði bara þó nokkuð drukkin á tali við einhvern Indverja sem sagðist ætla að bjóða mér í mat þegar hann býður öllum vinum sínum næst. Mér fannst þetta auðvitað hin besta hugmynd í gær, en er ekki alveg eins viss núna (svo er auðvitað bara ekkert víst að hann hringi). En maður á bara að hafa gaman af hlutunum og vera glaður.
Bíð full tilhlökkunar eftri kvöldinu í kvöld þar sem rokkið heldur áfram og ég verð grúppía dauðans!

föstudagur, október 18, 2002

Það er svo margt skemmtilegt um að vera núna og mikið að gerast (fyrir utan skólan á ég við). Á mðvikudagskvöldið fór ég í leikhús með Jórunni og Guðrúnu vinkonum mínum á "Með fulla vasa af gróti" og mér fannst það mjög flott og skemmtilegt og dáist alveg að því hversu fljótt þeir Hilmir Snær og Stefán Karl gátu skippt um karekter, en þeir eru bara tveir á sviðinu en leika fullt af persónum (dáist reyndar alltaf að Hilmi Snæ).
Í gær fór ég svo með Tinnu og Sinnu á Airwaves og við komum víða við. Það sem mér fannst skemmtilegasr af því sem við sáum var norskt band sem spilaði í Iðnó og heitir Xploding Plastix. Þeir voru alveg ferlega góðir og ég væri alveg til í að sjá þá aftur og var rosalega ánægð með gærkvöldið. Ég hlakka mikið til kvöldsins í kvöld þar sem ég er aðeins farin að spá í hvað mig langar að sjá, en samt er ekkert ákveðið svo það verður spennandi að sjá hvort það verður eins gaman og í gær.

mánudagur, október 14, 2002

Jibbí, það tókst. Þetta gat ég ein og óstudd (þó það hafi óvart komið tvisvar).
Ég fór í línudans í gær með minni ástkæru Ýrr og ég er eiginlega bara á því að við séum með þeim bestu á námskeiðinu! Lærðum nýjan dans sem mér finnst alveg ferlega skemmtilegur (eins og allir hinir dansarnir) og ég er bara alveg að fíla þessa dansa í botn og mæli með að allir fari að fordæmi okkar Ýrar og skrái sig á námskeið eftir áramót (þegar við erum komnar á framhaldsnámskeið, ógeðslega góðar og flottar!!). Held reyndar að Þengill láti ekki skrá sig því þegar ég var að dansa fyrir hann í gær og bjóst við hrósyrðum og aðdáun hló hann bara að mér og sagði að ég væri asnaleg. Takk fyrir það Þengill, þú getur bara sjálfur verið asnalegur og þér verður ekki boðið að vera með í línudansfélaginu sem ég ætla að stofna og það verður sko ekker AC HÉKES-rugl (minni á að ég er ekkert bitur)!

Jæja hér er ég hjálparlaus að gá hvort ég geti þetta ein (enginn Ýrr mér til hjálpar). Spennandi ekki satt þar sem ég og tölvur erum ekki beint bestu mátar.
Annars var helgin voða skemmtileg. Æfingabúðir með kórnum og ég verð bara að segja að ég er ánægð með allt nýja fólkið sem gaf okkur þessum gömlu og reyndu ekkert eftir í drykkju og hressleika. Saknaði reyndar nokkurra gamalla félaga sem hafa yfirgefið okkur, en ég á von á góðum stundum með nýja fólkinu. Maður kemur í manns stað... eða hvað??
testing