Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

laugardagur, október 19, 2002

Gleði, gleði, gleði! Viti menn það var ennþá skemmtilegra í gær en á fimmtudaginn á Airwaves. Byrjaði kvöldið á að sjá SKE í Iðnó og það var æði, hélt að það yrði toppurinn á kvöldinu en svo var það bara byrjunin. Þegar SKE voru búin röltum við Tinna yfir á Nasa og rétt sáum restina á Singapore Sling, sáum alla dagskrá Vinyls og mér fannst þeir mjög fyndnir því söngvarinn var með svo rosalegt attitude. Svo þegar þeirra dagskrá var búin biðum við heillengi eftir að sjá Leaves sem mér fannst eiginlega bara vera stjörnustælar, því áður en þeir byrjuðu (eftir hálftíma bið) kom aðalkallinn sem sér um hátíðina (var mér sagt) og kynnti þá. Þeir voru alveg fínir en hljóðiðkerfið ekki alveg að virka hjá þeim. Sáum nokkur lög og héldum svo yfir á Gaukinn það sem Rapture (frá USA) spilaði og þar rokkuðum við feitt. Vorum alvöru grúppíur fremst við sviðið og eins og Tinna orðaði það svo smekklega "rokkuðum af okkur rassinn" (og minn er stór!). Það má kannski líka bæta því við þessa Airwaves umræðu að við "hittum" söngvarann í The Hives og hann er ennþá sætari en í sjónvarpinu. Fórum svo á pöbbarölt og fórum aðeins á Grandrokk þar sem við vorum voða menningalegar og tókum eina skák (og það verður auðvitað að koma fram að ég vann). Fórum svo á Kaffibarinn og ég endaði bara þó nokkuð drukkin á tali við einhvern Indverja sem sagðist ætla að bjóða mér í mat þegar hann býður öllum vinum sínum næst. Mér fannst þetta auðvitað hin besta hugmynd í gær, en er ekki alveg eins viss núna (svo er auðvitað bara ekkert víst að hann hringi). En maður á bara að hafa gaman af hlutunum og vera glaður.
Bíð full tilhlökkunar eftri kvöldinu í kvöld þar sem rokkið heldur áfram og ég verð grúppía dauðans!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home