Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

miðvikudagur, desember 11, 2002

Úposí!! Kom á Hlöðuna fyrir um 45 mínútum og ætlaði bara aðeins að kíkja á póstinn minn en er búin að skoða allar bloggsíður vina minna og er ekki að nenna að fara í sætið mitt. Mér finnst það skemmtilegri tilhugsun að hanga bara á netinu en að fara að lesa, ég var líka í 4 tíma prófi (tala ekki meira um það) í dag og er dauðuppgefin og væri því alveg til í vídeogláp og poppát. Þið megið endilega bjóða mér í videogláp eftir föstudaginn því þá klára ég prófin. Annars verður mikil gleði á föstudagskvöldið því við Ýrr erum að fara á línudans-jólaball og við hlökkum auðvitað mikið til þess.
Nú verð ég að fara að lesa...

þriðjudagur, desember 10, 2002

Buuuuhuuuuu! Æi mér leiðist ótrúlega að vera á hlöðunni núna því ég er algjör lumma og lít alveg hræðilega út (verr en alla hina dagana allavega). Þar sem mér er alltaf svo ískalt hér ákvað ég nú bara að koma vel klædd í ullarpeysu og -sokkum, sem er svosem bara gott mál (íslenska lopapeysan er auðvitað hið mesta skart), en allir hinir eru bara svo vel til hafðir og fínir. Ég er algjör lumma með bauga undir augunum (er haldin síþreytu), með fullt af bólum og hárið allt í óreiðu. Þakka bara fyrir að maginn sé ekki eins útblásinn og hann var í síðustu viku, svo fólk sé ekki að klappa mér og óska mér til hamingju (hefur reyndar ekki gerst síðan í fyrra en mér er sama).
Ég verð víst að hætta þessari sjálfsvorkunn minni og halda lestrinum áfram.

mánudagur, desember 09, 2002

Ég held að ég hafi bara aldrei verið eins liðtæk í blogginu en einmitt núna þegar ég hef ekkert að segja og engan tíma fyrir svona vitleysu.
Ég fór á voða fallega tónleika í gær hjá Hjallakirkjukórnum með Ýrr og Gauja, en Hákon og Biggi voru að syngja og sóðu sig með sóma. Diddú söng líka með þeim og var æði eins og alltaf.
Brrr, af hverju er alltaf svona kalt hérna á Bókhlöðunni? Ég er alveg kappklædd en er samt að frjósa. Ég tók með mér ullarsokka og hlýja peysu en samt er mér kalt, mér finnst þetta asnalegt.
Ég tók með mér voða jólalegt nesti til að borða í kaffinu, en ég er með smákökur og mandarínur (ummm) og svo einn banana sem fékk að fara með. Annars borðaði ég allt of mikið af mandarínum í gær og fékk illt í magann, það er kannski ekkert sniðugt að borða 6 madarínur í einu!

sunnudagur, desember 08, 2002

Sko hana Ýrr mína! búin að taka mig af dauðabloggaralistanum.
Nú er margt til að gleðjast yfir. Tæp vika í að ég klára prófin, um 20 dagar þar til matarklúbburinn hittist og jólin þess á milli og mikið að gera svo tíminn verður fljótur að líða.
Nú verð ég að halda áfram að lesa.