Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

sunnudagur, maí 25, 2003

Eurovision
Jahá, Eurovision bara búið þetta árið og ég því farin að bíða spennt eftir næsta ári! Ég fór í skemmtilegt partý til Ýrar eftir mikla þynnku gærdagsins (held ég hafi ákveðið að hætta að drekka fyrir fullt og allt í gær en er búin að taka það til baka svo ég er ekki hætt að drekka!) þar sem við grilluðum og horfðum á keppnina. Eftir það var Sigga með mjög svo skemmtilegan leik um Eurovision og ég, Ýrr og Hulda María voum saman á móti rest (ég held að þau hafi verið 7) og við unnum. Ég var svo voða stolt af því að hafa verið útnefnd Eurovision-nörd partýsins, en mér finnst að Hulda hefði líka átt þess nafnbót skilið! Það má geta þess að ég hélt með norska laginu sem mér fannst bæði fallegt og skemmtilegt. Svo var strákurinn sem söng það líka ferlega krúttlegur og ekki spillti það. Tyrkneska lagið var ekki í miklu uppáhaldi hjá mér, en mér fannst dansararnir flottir. Mér finnst að kynnarnir í ár hafi verið þeir myndarlegustu/sætustu hingað til og mér fannst þau standa sig vel og voru ekki með óþarfa málalengingar eða fimmaurabrandara. Er samt fúl út í Gísla Martein fyrir að kjafta yfir brandara sem honum fannst lélegur og mér fannst hann tala illa um keppendurna (ætla reyndar að horfa á keppnina aftur í bráð og gá hvort ég hafi misst af einhverju (kannski kom Gísli með fallega athugasemt um e-n)). Mér fannst keppnin í ár einstaklega skemmtileg búningalega séð en ég held að ég hafi ekki séð svona mikið af ljótum búningum lengi sem var frábært því allir fengu að vera í því sem þeir vildu og engar óþarfa áhyggjur af heildarmynd atriðanna (þó ekki í öllum atriðunum).
Mér fannst allavega kvöldið í gær ÆÐISLEGT og var voða glöð með allt saman. Mér finnst Eurovision vera svo mikil hátíð og vona að þið hafið skemmt ykkur eins vel og ég.