Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

föstudagur, október 18, 2002

Það er svo margt skemmtilegt um að vera núna og mikið að gerast (fyrir utan skólan á ég við). Á mðvikudagskvöldið fór ég í leikhús með Jórunni og Guðrúnu vinkonum mínum á "Með fulla vasa af gróti" og mér fannst það mjög flott og skemmtilegt og dáist alveg að því hversu fljótt þeir Hilmir Snær og Stefán Karl gátu skippt um karekter, en þeir eru bara tveir á sviðinu en leika fullt af persónum (dáist reyndar alltaf að Hilmi Snæ).
Í gær fór ég svo með Tinnu og Sinnu á Airwaves og við komum víða við. Það sem mér fannst skemmtilegasr af því sem við sáum var norskt band sem spilaði í Iðnó og heitir Xploding Plastix. Þeir voru alveg ferlega góðir og ég væri alveg til í að sjá þá aftur og var rosalega ánægð með gærkvöldið. Ég hlakka mikið til kvöldsins í kvöld þar sem ég er aðeins farin að spá í hvað mig langar að sjá, en samt er ekkert ákveðið svo það verður spennandi að sjá hvort það verður eins gaman og í gær.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home