Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Æi, ég er nú meiri sauðurinn. Er á bókhlöðunni að þykjast vera að læra en svo hangi ég bara á netinu -ömurlegt! Ég er samt komin í gang með nýtt prógram og er byrjuð að læra á fullu enda veitir ekki af þar sem það er ekki mánuður í prófin. Næst á dagskrá er að skrifa ritgerð (er einmitt búin að vera að leita af heimildum) og vera komin e-ð áleiðis með hana eftir helgi og auðvita lesa soldið í hinum fögunum líka.
Ég hlakka alveg afskaplega mikið til þegar prófin eru búin og ég fer að vinna og get lesið allar nýju jólabækurnar. Er þegar búin að lesa eina bók sem er Plebbabókin hans Jóns Gnarr og komst að því eftir lesturinn að ég og allir sem ég þekki (semsagt þið líka) erum solitlir plebbar. En maður verður víst að taka því eins og öllu öðru.
Nú ætla ég að fara og halda áfram að lesa, vei fyrir mér!!

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Hvað er að Íslenskum börnum ég bara spyr? Ég var í strætó í morgun með heilum bekk af grunnskólakrökkum og þau voru að tala illa um Harry Potter! Þau voru akkurat á þessum "mérfinnstHarryPotteræði" aldri og þau voru að tala illa um hann og tala um hvað bíómyndin (sem kom út í fyrra) var leiðinleg og illa gerð. Og ég sem á að vera komin yfir þennan "mérfinnstHarryPotteræði" aldur hef beðið spennt eftir bók nr. 5 síðan ég kláraði bók nr. 4 og hlakka svo til að sjá nýju bíomyndina (þó ég þurfi ekki að fara á forsýningu eða neitt soleiðis, er ekki alveg það spennt) Mér finnst Harry Potter æði og hef ekki skammast mín fyrir það hingað til en fannst ég svona hálf mishepnuð þegar þessi smápeð voru að tala um hvað hann væri nú hallærislegur.
Ég sem er svo hrifin af hinum ýmsu félögum ætti kannski að stofna félag fyrir "gamalt" fólk sem fílar Harry Potter. Ef þið hafið áhuga á að vera með þá endilega sendið mér mail, stofnfundur félagsins verður auglýstur síðar.