Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

laugardagur, desember 07, 2002

Hmmm, er komin á dauða bloggaralistann hennar Ýrrar og líst ekkert á það svo ég verð að bæta úr því. En ég er nú í próflestri (arrrg) svo það er nú smá afsökun (í bili allavega).
Ég hlakka mikið til að fara að vinna eftir prófin því jólin eru alveg minn tími í vinnunni. Mikið að gera, allir glaðir og soldið stressaðir og bara góð stemmning. Það er kominn rosalegur jólahugur í mig og er komin vel áleiðis með jólagjafakaup og syng hátt með jólalögunum í útvarpinu sem fóru svo í taugarnar á mér fyrir skömmu (en ég meina þá var líka ennþá nóvember). Mig langar mest til að fara bara að þrífa heima og skreyta íbúðina með jólaskrauti og baka svona eins og 7 tegundir af smákökum en það er bara af því að ég hef ekki tíma (er yfirleitt ekkert mikið fyrir að taka til, þó ég renni stundum yfir gólfin!!).
Sólveig (systir mín) og Ásgeir Már (litli stúfurinn minn) komu færandi hendi í byrjun des og gáfu mér þetta fína súkkulaðidagatal svo nú byrja ég daginn á því að fá mér súkkulaðimola til að telja niður til jóla. Þið vitið að "þeir" hafa komist að því að súkkulaði er hollt, en ef þið hefðuð spurt mig þá vissi ég það alveg, enda mikill súkkulaðigrís.
Sendiði mér endilega baráttu hugsanir í næstu viku svo ég hafi prófin af, því mér veitir ekki af öllum þeim stuðning sem ég get fengið.