Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

sunnudagur, júní 22, 2003

Þetta var nú meiri helgin. Mikið drukkið, djammað og djúsað enda nóg að gera. Matarklúbburinn gerði það gott á föstudagskvöldið þar sem Ýrr hafði útbúið ljúffenga máltíð og við drukkum mikið rauðvín með. Skunduðum svo í bæinn og við Tinna útnefndum Sinnu og Dodda par kvöldsins því okkur finnst þau svo mikið æði.
Söng svo á útskrift á laugardeginum með Háskólakórnum en var kannski ekkert allt of vel upplögð en þetta hafðist allt. Ég þekkti alveg slatta af útskriftanemum og má þá nefna: Siggu, Hrefnu, Unni, Þóru og Árna Sigurð og óska ég þeim öllum innilega til hamingju með áfangann (afsakið ef ég er að gleyma einhverjum sem ég á að vita um). Svo var hörku partý (útskriftarveisla) hjá Siggu og þar var m.a. forláta bakki sem gekk á milli fólks og á bakkanum var búið að hnoða kúlur í vörina fyrir fólk. Það er sko enginn eins mikill nagli og hún Sigga.