Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Jamm og jæja. Byrjaði í nýju vinnunni á mánudaginn og gengur bara ágætlega. Það var voða vel tekið á móti mér og samstarfsfólk mitt bara indælt. En ég byrjaði ekki bara í nýju vinnunni á mánudaginn heldur byrjaði ég líka nýtt líf (ætlaði reyndar að byrja það um áramótin...). Þetta nýja líf mitt felst í því að borða hollari mat, stunda heilbrigt lífeni og ekki borða nammi nema á laugardögum (breyttti því reyndar í ekki kaupa mér nammi nema á laugardögum) en ég haf ekki staðið mig neitt allt of vel í þessu tókst t.d. að borða 4 sælgætistegundir strax á mánudaginn.
Fyrir áhugasama þá náði hún Tinna mín indversku spólunni úr útvarpstækinu á bílnum á sunnudaginn svo pabbi þurfti ekki að keyra í vinnuna hlustandi á indverska popptónlist beint frá Bollywood.

sunnudagur, febrúar 23, 2003

Ég get ekki annað en byrjað að blogga aftur eftir þessa snilldar helgi:-) Fyrst var það matarklúbbur á laugardagskvöldið og fær Anna Ýr bestu þakkir fyrir frábæra sjávarréttasúpu. Það var mjög skemmtilegt eins og alltaf með stelpunum mínum og ég frétti að þær hafi lent á hörku fylleríi og verið í misjöfnu ástandi á laugardeginum, en ég var bara siðsöm (eins og undanfarna mánuði) og fór akandi heim þegar þær fóru í bæinn. Svo var æðislegt grímuball hjá Önnu í kórnum á laugardagskvöldinu og mér fannst það frábært hvað allir lögðu sig fram við búningagerð og mættu í flottum búningum. Mér fannst ég rosa flott í saríinum mínum sem ég keypti mér á Indlandi og með svarta hárkollu í fléttu, en hinir voru auðvitað flottir líka, hlakka til að sjá myndirnar þegar þær koma á netið...
En fyrir þá sem ekki vita þá er ég hætt í skólanum og hef ákveðið að fara í kennó í haust (geri náttla ráð fyrir því að komast inn...) og hef verið að vinna í M&M síðan fyrir jól en hef er búin að fá nýja vinnu sem ég byrja í á morgun og það tekur mig bara um 400-500 skref að labba í vinnuna (labbaði þar fram hjá eftir línudans um daginn og taldi þá). Ég hlakka til en kvíði líka soldið fyrir en vona bara það besta. Ég er samt ekki hætt í M&M því ég ætla að halda sunnudögunum mínum eins lengi og ég get þannig að þegar þið hafið ekkert að gera á sunnudögum endilega látið sjá ykkur (ótrúlega góð auglýsing fyrir M&M)!