Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

sunnudagur, júlí 06, 2003

Það er ótrúlegt hvað er stutt á milli helga. Mér finnst alltaf vera helgi og alltaf eitthvað að djamma (ekki það að ég sé að kvarta, alls ekki). Ég hafði hugsað mér að eiga frekar rólegt föstudagskvöld og fara á smá djamm með Tinnu og Árnýju en nei það endaði á að við Tinna enduðum á hörkudjammi sem stóð langt fram eftir morgni. Við ákváðum að það væri mjög skemmtilegt að fara á sem flesta bari og fá okkur skot á þeim öllum sem urðu nokkuð mörg. Við urðum því ansi skrautlegar og ferðuðumst víða. Hittum svo Ýrr á Kaffi list og þar reddaði Tinna okkur fríum bjór af því að hún er svo sæt:)
Svo á laugardeginum brunuðum við Ýrr austur á Vík í afmæli til Hrefnu og þorgeirs og þar var mikið fjör. Þar var grillað, drukkið og mikið sungið enda margt um kórmeðlimi. Skemmti mér svo mjög vel í drykkuleiknum sem gekk misvel. Annars er ég bara mjög ánægð með helgina og skemmti mér mjög vel. Verð bara að reyna að ná upp smá svefni í vikunni til að vera til í slaginn fyrir næstu helgi en þá eru rosa plön því á laugardaginn er dekurdagur Matarklúbbsins;)