Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Nú er hún Auður litla aftur komin með fína hendi (fyrir utan að hún er ennþá smá bólgin og mjög loðin) og komin alla leið til Árósa en hér ætla ég að vera með Höllu til jóla.
Við komum á kollegið á miðvikudaginn eftir að hafa túristast í Kaupmannahöfn í 2 daga og hitt Margréti og Einar þar, en þau eru einmitt nýflutt út. Kollegið lítur aðeins öðruvísi út en ég hafði hugsað mér en lítur samt bara vel út. Við höfum eytt síðustu dögum í að koma okkur vel fyrir,og höfum hengt upp myndir af vinum okkar úr konungsfjölskyldunni og keypt ýmislegt annað til að gera heimilið huggulegt. Þess má einnig geta að við höfum m.a. keypt vindsængur til að geta tekið á móti vinum og vandamönnum svo nú er um að gera að koma í heimsókn.
Það var Sommerfest hér á kolleginu á laugardaginn og við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta. Það var fínt og nú könnumst við við nokkra hér á kolleginu.
Fyrsti skóladagurinn er svo á morgun og ég er svona smá stressuð fyrir honum, en við fórum á fimmtudaginn með alþjóðafulltrúanum að skoða skólann og mér leið svona eins og fyrsta daginn í menntó, þekkti engann og rataði ekki um skólann. Vona bara að allt gangi vel á morgun og að það verði ekkert strætóvesen á mér, en við erum ekki alveg að ná strætókerfinu hér og höfum stundum farið úr strrætí á vitlausum stöðum og svona en þó alltaf komist heim;-)
Læt þetta duga í bili og reyni að vera dugleg að láta frá mér heyra.
xxx Auður