Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

föstudagur, maí 02, 2003

Mér finnst gaman þessa dagana. Mamma og Pabbi eru á Akureyri og ég því ein heima (sem er alltaf notalegt). Hef ákveðið að nota ekki tækifærið og halda partý (eða matarklúbb) í þetta skiptið en það verður víst nóg af tækifærum til þess í sumar!
Í gær fór ég í bíó með Tinnu, Ýrr og Höllu (sem einmitt átti afmæli) og við sáum "How to lose a guy in 10 days" mæli með henni, mjög sæt og skemmtileg stelpumynd (efast þó auðvitað ekki um að strákar hafi gaman af henni líka). Matthew McConaughey er aulgjört augnakonfekt og ekki er það verra að hann fer úr að ofan í nokkrum atriðum, en hann er mjöög vel á sig kominn.
Í dag bauð vinnan okkur út að borða í hádeginu. Fórum á Ask í hádegishlaðborð og ég var að springa í allan dag ég át svo mikið! Föstudagar eru mínir dagar því þá hætti ég svo snemma í vinnunni og í dag fór ég með skóna sem hællinn brotnaði af í búðina til að lata gera við hann og það var alveg sjálfsagt (góð þjónusta í Zöru!). Fór svo á Súfistann og fékk mér kaffi (sem var mjög gott) og komst aðeins betur inn í slúðurheiminn (erlendis) þar sem ég komst ekki yfir öll blöðin í matartímanum mínum í M&M á sunnudaginn. Ég læt það nú ekki fréttast að ég sé ekki með allt á hreinu! Frétti að ég hafi ekki þekkt Viggo þegar hann kom að versla, heldur hafi samstarfsmaður þurf að segja mér hver hann var. Endemis bull og vitleysa! ég þekkti hann um leið og ég sá hann en trúði því bara ekki að þetta væri hann (var ekki búin að lesa í Séð og heyrt að hann væri á landinu) en fékk staðfestinguna þegar ég leit á kortið hans (og roðnaði). Það er stolt mitt að vera inni í málum frægafólksins og særir mig mjög að fólk skuli halda að ég þekki ekki "vini" mína!!

fimmtudagur, maí 01, 2003

Ég hef ekki verið mikið í tölvunni hér heima undanfarið (þarf ekki að gera neinar ritgerðir) og hef því ekki notað msn í langan langan tíma. Ég skrapp hinsvegar aðeins inn á það í gær og hitti danskan vin frá því að ég var í skólanum í Danmörku (ó mæ god hvað ég er orðin rosalega léleg í dönsku!!) og það var mjög gaman. Ég þarf að vera meira á msn til að hitta útlenska vini sem ég hef ekki haft samband við í ár.

En í dag er 1. maí, Verkalýðsdagurinn og ég ætlaði í kröfugöngu en fór ekki (engin sérstök ástæða fyrir því) og svo ætlaði ég að hafa baráttukaffi heima (mamma og pabbi fóru til Agureyris) og baka pönnukökur en það komust mjög fáir og fólk var mikið til með slökkt á farsímanum sínum. Held að ég bjóði því bara í pönsur á laugardaginn í staðinn, þá vill kannski einhver hitta mig!?
Annars var gærkvöldið mjög huggulegt. Við Tinna tókum video og fengum okkur ís og heita súkkulaðisósu sem Tinna gerði, en hún er meistari að gera svona sósu og svo vorum við með jarðaber og þeyttan rjóma. Nammmmmm..

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Ja, ég skal bara segja ykkur það að ég held að ég hafi fundið mér target fyrir sumarið í dag. Ekki það að það hafi virkað vel fyrir mig að hafa target hingað til, en það er þó alltaf gott að stefna að einhverju. Ekki satt?

sunnudagur, apríl 27, 2003

Ég er alveg búin að komast að því að ég er alveg rosalega góður slúðurberi. Það liggur við að ég sé farin að bera út áður en hlutirnir gerast og geri aðrir betur...
Klúður klúður
Ég fór á kaffihús í gær með nokkrum kórmeðlimum í tilefni þess að Þengill átti afmæli. Ég hafði mig auðvitað smá til og fór í skó með háum hæl og svona og haldiði ekki að hællinn hafi brotnað undan öðrum skónum. Það var ekki eins og það væri mikill þungi á honum þegar þetta gerðist (og ég er heldur ekki það þung) heldur sat ég voða róleg við borðið og var að spjalla. Við reyndum að setja hælinn aftur á en það tókst ekki svo mesta áhyggjuefni mitt var hvernir ég ætti að labba út af kaffihúsinu og út í bíl (en ég fékk sem betur fer stæði nálægt kaffihúsinu svo ég þurfti ekki að labba langt). Ég held að ég hafi nú samt borið mig alveg ágætlega (eða ég vona það allavega) og að fólk hafi ekki verið mikið að taka eftir hæl-missinum.