Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

sunnudagur, júlí 11, 2004

Vá! Það er orðið nokkuð langt síðan ég hef heimsótt þessa síðu. Þegar ég hitti fólk sem veit að ég skrifa stundum hér inni horfið það oft skrýngilega á mig þegar það minnist á þessa siðu, svona eins og ég skuldi þeim eitthvað.
Annars er ýmislegt að frétta. Mig er farið að dreyma það á nóttinni að við Halla séum farnar út, en það eru alltaf einhver húsnæðisvandamál í þessum draumum. En fyrir þá sem ekki vita erum við að fara til Danmerkur í haust sem skiptinemar í eina önn. Ég hlakka svooo til. Við erum alveg búnar að fá húsnæði en það er einhverstaðar lang langt í burtu frá öllu og mig langar í eittvað nær.
Mér tókst líka að handleggsbrjóta mig í útilegu um síðustu helgi svo ég er búin að vera sjúklingur heima í viku og mér er búið að leiðast alveg hryllilega. Fer þó í vinnuna á morgun og hlakka alveg afskaplega til. Mér finnst ekkert gaman að vera sjúklingur en mér tókst þó að horfa á 3 seríur af Friends sem ég var ekki búin að sjá (já ég veit, ömurlegt en ég er ekki með stöð 2 (léleg afsökun)) og hún Jóunn var svo mikið yndi að lána mér.
Þetta úlnliðsbrot er alveg að rústa öllum mínum plönum um ferðalög og djamm í sumar, en ég verð að sjá hvernig rætist úr þessu öllu saman.
Það er aldrei að vita nema ég skrifi eittvað aftur áður en sumarið er búið en ég lofa að ég skrifa allavega eitthvað í haust þegar ég fer til útlanda

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home