Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Ég veit að það er voða langt síðan ég hef bloggað en hér kemur eitt sem þið getið notið þar til það kemur annað!
Í gærkvöldi hjálpaði ég Sólveigu systur minni og Birgi manninum hennar að þrífa íbúðina þeirra en þau eru nýbúin að selja og voru að ljúka við að tæma íbúðina og því var strax hafist handa við þrifin. Þau eru búin að kaupa voða stórt og fínt einbýlishús sem bara er fokhelt svo þau eru flutt heim til tengdó (semsagt ekki okkar). Hún er að kaupa einbýli og ég á ekki einusinni litla íbúð. Fuss. En ég er voða dugleg að spara og er á leiðini að kaupa íbúð þegar ég er búin að spara nóg. Talandi um sparnað þá keypti ég þetta fína video-tæki í vikunni og sparaði alveg fullt á því. Það var á 30% afslætti (fyrsti sparnaður) og Guðrún vinkona mín benti mér á að ég þarf að eiga video þegar ég flyt af heiman (og það ætla ég að gera í náinni framtíð) og þá er betra að kaupa það núna því þá er ekki eins mikið að kaupa þega ég flyt (annar sparnaður). Svo þið sjáið að það var bara sparnaður í því að kaupa þetta video.
En fyrst ég er byrjuð að tala um nýja hluti sem ég var að eignast verð ég að segja ykkur frá stólnum sem ég var að fá. Kona bróðir hans pabba gaf mér hann því þau voru líka að flytja (fékk líka tvö borð og sjónvarpsborð en þau eru bara ekki eins flott og stóllinn) og hann er æði!! Hann er svo hálf kúlulaga, rauður og svo flottur. Mamma og pabbi áttu svona stóla þegar ég var lítil (mér finnst reyndar áklæðið sem var á þeirra fallegra, en hvað um það...) og ég er búin að vera að væla í mömmu af hverju hún henti þeim svo nú hef ég tekið gleði mína á ný því ég hef eignast svona stól. Hann er ekki bara flottur heldur er líka gott að sitja í honum, getur það verið betra?