Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

mánudagur, júní 09, 2003

Nú eru alveg 2 vikur síðan ég lét frá mér heyra og ég er búin að gera alveg fullt skemmtilegt, þó svo ég hafi verið með Eurovision á heilanum síðan. Ég fór í átveisluna til Ýrar (afmælið hennar) og ég held að ég hafi bara aldrei borðað eins góðan mat (samt missti ég af aðal-eftirréttinum) og ég vissi ekki að Biggi og Hákon voru svona rosalega góðir kokkar. Ég hefði samt alveg getað sagt mér það því þeir tala varla um annað en góðan mat og eldamennsku.
Þessi helgi var líka rosalega skemmtileg, enda átti ég afmæli á laugardaginn. Á föstudaginn fór ég í sumarbústað með Láru, Óla, Siggu og vinum og það var bara mjög skemmtilegt. Rosalega flottur bústaður með heitum potti og sánu. Svo var vatn þarna í rétt hjá (landafræði kunnátta mín alveg að brillera) og Sigga var algjör hetja og tók sundtak í því seint um nóttina. Lára bakaði svo afmælis-vöfflur á laugardaginn og þær voru rosalega góðar. Takk fyrir það Lára!
Ég og Mæja vinkona Siggu brunuðum svo í bæinn á laugardeginum þar sem ég átti von á gestum en vorum svo óheppnað að það sprakk á bílnum og hvorug okkar hafði áður skippt um dekk. Við vorum samt algjörar hetjur og okkur tókst að skipta um dekk svo nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó.
Mér fannst rosalega gaman um kvöldið og vil þakka öllum góðum gestum sem komu fyrir komuna og fyrir mig, en ég fékk rosa mikið af fallegum gjöfum. Svo vil ég bara þakka hlýhug í minn garð þar sem ég fékk óteljandi SMS og símhringingar í tilefni dagsins. Ég á ótrúlega góða vini. ÞIÐ ERUÐ BEST!