Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

sunnudagur, apríl 13, 2003

Fermingarkort
Vá, hafið þið spáð í fermingarkortum? Það fást ennþá kort eins og ég fékk þegar ég fermdist og það eru 10 ár síðan (og mér finnst eins og það hafi gerst í gær... hihi). Ég er þá aðallega að tala um þessi kort sem eru teikningar af fermingarbörnum en ég held að sum þeirra séu frá því fyrir '90 ef dæma má frá hárgreiðslu og klæðnaði fermingarbarnanna sem prýða kortin. Og það sem mér finnst merkilegra er að fólk kaupir ennþá þessi kort. Hver man svo ekki eftir kortunum sem hafa kross framan á sem hægt er að kroppa af og setja í band og hafa um hálsinn (sá það gert í fermingarveislu eitt sinn, þó ekki í minni).