Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

þriðjudagur, júní 17, 2003

Leti
Oh, ég nenni ekki neinu. Ég er að vinna og það er ekki búið að vera neitta að gera. Ég er búin að raða öllum bókunum þrisvar og búin ða skoða allt sem mér dettur í hug á netinu (eða sem ég nennti að skoða). Svo var ég að hugsa um að lesa í bók eða skoða slúðurblað en ég nenni bara ekki neinu. Tíminn er búinn að vera ótrúlega lengi að líða og mig er farið að langa heim. Oh, hvað þetta er erfitt líf!

mánudagur, júní 16, 2003

Hæ hó jibbíjei...
ég veit að maður á ekki að syngja þetta fyrr en á morgun, en ég syng þetta í dag því hjá mér er eintóm gleði. Ég komst inn í Kennó og er bara rosalega ánægð og vildi endilega deila gleði minni með ykkur.

sunnudagur, júní 15, 2003

Ég er búin að vorkenna mér alveg óskaplega þessa viku því ég var/er með sýkingu í auganu og var öll bólgin og rauð. Svo var þetta vont líka. Mér fannst ég nú samt ekki vera að fá alveg nógu mikla samúð hjá vinum mínum en mamma vorkenndi mér mikið svo það jafnaðist út. Augað er orðið nokkuð gott núna enda fékk ég sýkladrepandi krem hjá lækninum mínum (soldið ógeðsleg tilhugsun um einhverja sýkla í auganu mínu). Er samt ekkert farin að mála mig neitt þannig að ef þið sjáið stelpu sem er þið kannist við og er "tóm" um augun þá er það ég.
Annars fór ég í pizzu-veisluna hjá Ýrr í gær og ég át yfir mig. Ég held að ég sé með átsýki. Ýrr er auðvitað meistari í pizzu gerð en þó að ég væri að springa þá át ég bara og át þetta var svo gott. Það er svo skrýtið að þó að ég sé dödd en það er eitthvað sem hægt er að borða fyrir framan mig þá get ég bara ekki hætt að borða, næstum sama hvað það er. En ég allavega át það mikið að ég vaknaði kl 5 í nótt og var ótrúlega illt í maganum og kastaði upp. Huggulegt það. Hmmm, komust þá ekki allar kaloríurnar til skila? Ég vona það því ég mað svo mikið samviskubit yfir öllu þessu áti í gær.