Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

þriðjudagur, maí 13, 2003

Lýst er eftir karlmanni...
Ég er að leitast eftir upplýsingum um karlmann sem keyrir lítinn gulan bíl (ég er ómöguleg með tegundir), er með kúrekahatt og í kúrekaskyrtu (með kögri og öllu) og hlustar á kántrýtónlist með bílgluggana skrúfaða niður. Ég hef oft séð hann á Laugaveginum og nágreni en því miður aldrei tekist að stoppa hann. Mér hefur verið sagt að þarna gæti minn eini rétti verið á ferð (þar sem við deilum sama áhugamáli´) og vil ég því ekki missa af honum. Ef þið hafið séð hann og/eða getið veitt mér upplýsingar er það vel þegið.
Kveðja Auður

mánudagur, maí 12, 2003

Hún mamma mín á afmæli í dag svo ég hef fengið köku og haft það gott eftir að ég kom heim úr vinnunni. Reyndar var fjölskyldukökuboð í gær en ég haf hakkað í mig afganginn.
Hvað er eiginlega málið með sjálfskipta bíla? Vinnubíllinn (úr vinnunni minni) er úti á landi (löng saga) og því höfum við verið að keyra út vörur í bíl pabba eigandans og hann á sjálfskiptan bíl sem ég ræð ekkert við. Ég hélt alltaf að það væri svo auðveltað kayra sjálfskiptan bíl því maður þarf ekkert að gera en mér finnst þetta miklu erfiðara en að nota gírana eða allavega þegar ég er að bakka. Þegar ég fór út með vörur um daginn var röð farin að myndast fyrir aftan mig því ég var svo lengi að leggja í stæði (þetta var stærðar stæði, en þurfti þó smá lagni með að bakka og keyra fram og til baka) og þegar það loksins hófst keyrðu bílarnir hægt fram hjá mér til að skoða hvaða klaufi þetta væri sem ekki gæti lagt í stæði. Ég heiti því hér með að ég skal ALDREI eignast sjálfskiptan bíl!

sunnudagur, maí 11, 2003

Sumarið er komið!
Ég elska svona veður eins og er núna, sól og blíða. Mér finnst Reykjavík verða svo rómantísk og falleg og vildi hvergi annarsstaðar vera en hér. Ég labbaði úr vinnunni (M&M) til Margrétar og Einars (í grillveisluna) í gær og það lá við að ég færi að fella tár af gleði og hamingju. Annars var það mjög fyndið að nær allt kvenfólk í partýinu var í rauðum bol þó svo að engin af okkur hafi gert það af ásettu ráði að klæðast liti Samfylkingunnar.
Ég skemmti mér mjög vel í gær og fannst allir hressir og kátir þó þeir hefðu kosið misjafna flokka. Reyndar heyrði ég í morgun að einhverjir sáu eftir að hafa kosið Vinstri græna í stað Samfylkinguna. Ég lenti í smá rökræðum um kosti og galla Sjálfstæðisfl. og Samfylkingunnar og var algjörlega kjöftuð í hel og skammast mín fyrir hvað ég gat lítið lagt fram. Hefði átt að spjalla aðeins betur við hana Siggu mína til að koma betur fyrir mig orði og fleygja fram góðum staðreyndum. Annars finnst mér óþarfi að vera að ræða mikið um þetta. Fólk á bara að kjósa eftir sinni bestu sannfæringu og það gerði ég.