Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

miðvikudagur, september 29, 2004

Ja hérna! Thad er ýmislegt bùid ad gerast sídan ég kom hingad og allt bara í ljómandi gódu.
Vid Halla erum reyndar búnar ad vera netlausar frekar mikid lengi en erum búnar ad komast ad thí núna ad thad er ekki thrádlaust net í íbúdinni okkar. Vid erum bara alltaf inná hjá nágrananum og thí dettum vid reglulega út.
Ég er búin ad frara í studietur til Kaupmannahafnar, Malmø og Lundar og thad var mjøg skemmtilegt enda hef ég farid á alla thessa stadi ádur og fannst gaman ad sjá aftur. Ég gisti hjá Margréti og Einari thegar ég var í ferdinni, sem var ædi, og thad er bara fáránlegt hvad thau búa á gódum stad, alveg vid Strikid. Hlakka til ad heimsækja thau aftur;-)

Skólinn hefur gengid bara vel og ég er búin ad vera í thví ad sulta, gera marmeladi og pikles og sjóda nidur alls konar grænmeti og ákvexti t.d. perur og grasker. Svo gerdist thad vid slíka idju ad ég brenndi mig á maganum (furdulegt alveg) og er med stórt ør sem ég vona ad hverfi med tímanum. Mér tekst nefninlega ýmis hlutir sem ødrum tekst ekki. Held ég verdi thví alveg fyrirtaks matreidslukennari og get sagt nemendum mínum hvad beri ad varast;-)

Furdulegt hvad ég er miklu duglegri ad vakna á morgnanna hér heldur en heima. Thegar ég mæti í skólann kl. 8 tharf ég ad vakna 6.30, thví strætórinn er svo lengi á leidinni og ekki vil ég vera of sein, og thetta hefur bara alltaf gengid. Mæti 8 í skólann 3 í viku og er hálf hissa á hvad ég er dugleg. Thad er ekki eins og ég fari snemma ad sofa á kvøldin eda sé svona mikil morgunmanneskja.

Vid Halla erum búnar ad vera hálfgerdir jólasveinar hér og erum allaf ad gera grín af okkur, vitlausu skiptinemunum. Ég ætla alltaf ad vera gód vid skiptinema eftir thessa dvøl mína hér. Thad var auglýstur e-r fagnadur hér eitt føstudagskvøldid og vid ákvádum ad sjálfsøgdu ad skella okkur. Vorum ekki alveg vissar um hvenær átti ad mæta, en gerdum bara rád fyrir ad thetta væri svona eins og bjórkvøldin heima og vorum mættar rétt fyrir tíu. Vid høfum heyrt ad danis séu alltaf voda tímanlega í øllu svo vid héldum ad vid værum kannski adeins seinar í thví, vorum ekki vissar thví vid høfum ekki hugmynd um hvenær vid áttum ad mæta, en allavega thá vorum vid fyrstar á svædid og thetta var ekkert bjórkvøld heldur ball (svona eins og skólabøllin í gamladaga). Thad var voda gaman og vid lentum á alveg hørkutjútti. Mér finnst thetta svo fyndid thví ég hef aldrei verid svona tímalega í neinu ádur.
Vid erum búnar ad fara á fredagbarinn hér líka og ég var bara skúffud yfir hvad hann stód stutt eda bara til rúmlega 7. Byrjadi reyndar e-d upp úr hádegi en hvad á fólk ad fara ad gera upp úr 7? Fara heim ad elda? Vona ad hann verdi lengur næst.

Læt thetta duga í bili.
xxx Audur

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Nú er hún Auður litla aftur komin með fína hendi (fyrir utan að hún er ennþá smá bólgin og mjög loðin) og komin alla leið til Árósa en hér ætla ég að vera með Höllu til jóla.
Við komum á kollegið á miðvikudaginn eftir að hafa túristast í Kaupmannahöfn í 2 daga og hitt Margréti og Einar þar, en þau eru einmitt nýflutt út. Kollegið lítur aðeins öðruvísi út en ég hafði hugsað mér en lítur samt bara vel út. Við höfum eytt síðustu dögum í að koma okkur vel fyrir,og höfum hengt upp myndir af vinum okkar úr konungsfjölskyldunni og keypt ýmislegt annað til að gera heimilið huggulegt. Þess má einnig geta að við höfum m.a. keypt vindsængur til að geta tekið á móti vinum og vandamönnum svo nú er um að gera að koma í heimsókn.
Það var Sommerfest hér á kolleginu á laugardaginn og við létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta. Það var fínt og nú könnumst við við nokkra hér á kolleginu.
Fyrsti skóladagurinn er svo á morgun og ég er svona smá stressuð fyrir honum, en við fórum á fimmtudaginn með alþjóðafulltrúanum að skoða skólann og mér leið svona eins og fyrsta daginn í menntó, þekkti engann og rataði ekki um skólann. Vona bara að allt gangi vel á morgun og að það verði ekkert strætóvesen á mér, en við erum ekki alveg að ná strætókerfinu hér og höfum stundum farið úr strrætí á vitlausum stöðum og svona en þó alltaf komist heim;-)
Læt þetta duga í bili og reyni að vera dugleg að láta frá mér heyra.
xxx Auður

sunnudagur, júlí 11, 2004

Vá! Það er orðið nokkuð langt síðan ég hef heimsótt þessa síðu. Þegar ég hitti fólk sem veit að ég skrifa stundum hér inni horfið það oft skrýngilega á mig þegar það minnist á þessa siðu, svona eins og ég skuldi þeim eitthvað.
Annars er ýmislegt að frétta. Mig er farið að dreyma það á nóttinni að við Halla séum farnar út, en það eru alltaf einhver húsnæðisvandamál í þessum draumum. En fyrir þá sem ekki vita erum við að fara til Danmerkur í haust sem skiptinemar í eina önn. Ég hlakka svooo til. Við erum alveg búnar að fá húsnæði en það er einhverstaðar lang langt í burtu frá öllu og mig langar í eittvað nær.
Mér tókst líka að handleggsbrjóta mig í útilegu um síðustu helgi svo ég er búin að vera sjúklingur heima í viku og mér er búið að leiðast alveg hryllilega. Fer þó í vinnuna á morgun og hlakka alveg afskaplega til. Mér finnst ekkert gaman að vera sjúklingur en mér tókst þó að horfa á 3 seríur af Friends sem ég var ekki búin að sjá (já ég veit, ömurlegt en ég er ekki með stöð 2 (léleg afsökun)) og hún Jóunn var svo mikið yndi að lána mér.
Þetta úlnliðsbrot er alveg að rústa öllum mínum plönum um ferðalög og djamm í sumar, en ég verð að sjá hvernig rætist úr þessu öllu saman.
Það er aldrei að vita nema ég skrifi eittvað aftur áður en sumarið er búið en ég lofa að ég skrifa allavega eitthvað í haust þegar ég fer til útlanda

fimmtudagur, maí 13, 2004

Jamm og jæja!
Ég er á fullu í próflesti þessa dagana og bý núna hér uppi í skóla sem er ékki svo slæmt þar sem Erna og Elínborg eru alltaf með eitthvað gott að borða handa mér og ég bara þyngist og þyngist (skil bara ekkert í þessu!).
Nú er ég að læra undir íslenskupróf og rakst á þetta skemmtilega ljóð sem mig langar endilega að deila með ykkur:

Æfði Bína með neglara í blaki,
þau brugðu á leik úti á þaki...
hún ól ekki tvíbura,
hún ól ekki þríbura,
en eitt svart, eitt hvítt og tvö khaki.

(Vilfríður vestan stældi úr ensku)

mánudagur, apríl 19, 2004

Þetta er svona sárabót fyrir það hvað ég er ókynþokkafull. Ég á allavega flottan kærasta!!

Who is in your celebrity family? by cerulean_dreams
User Name
MomMadonna
DadChristopher Walken
BrotherAshton Kutcher
SisterDrew Barrymore
DogLassie
BoyfriendOrlando Bloom
Best friendJohnny Depp
Created with quill18's MemeGen 3.0!



þriðjudagur, apríl 06, 2004

Vá hvað ég er rosalega kynbomba ég segi nú ekki annað:

What Makes You Sexy? by eva71
Name/NickName
Gender
Sexy Body Part IsNothing
Special Talents AreAbsolutely Nothing
Created with quill18's MemeGen 3.0!

föstudagur, mars 05, 2004

Ég er búin að eiga svo frábæra viku! Ég er búin að vera í áheyrn alla vikuna, en þá fylgist ég með kennslu í bekknum sem ég er að fara að kenna í 2 vikur -eftir 2 vikur. Krakkarnir eru alveg yndislegir, skemmtilegir og sætir og tóku okkur (mér, Berglindi og Bergljótu bekkjarsystrum mínum) svo vel. Þau eru voða stillt og góð (allavega langoftast) og ég hlakka alveg afskaplega til að kenna þeim. Þegar við svo kvöddum þau og sögðumst koma aftur eftir 2 vikur komu þau öll og föðmuðu okkur og knúsuðu bless. Mér fannst þau algjörar snúllur! En hvað ég hlakka til að verð kennari, hihi. Það væri nú alveg óskandi að fá svona krakka til að kenna, en það verður allt bara að koma í ljós.