Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

mánudagur, maí 12, 2003

Hún mamma mín á afmæli í dag svo ég hef fengið köku og haft það gott eftir að ég kom heim úr vinnunni. Reyndar var fjölskyldukökuboð í gær en ég haf hakkað í mig afganginn.
Hvað er eiginlega málið með sjálfskipta bíla? Vinnubíllinn (úr vinnunni minni) er úti á landi (löng saga) og því höfum við verið að keyra út vörur í bíl pabba eigandans og hann á sjálfskiptan bíl sem ég ræð ekkert við. Ég hélt alltaf að það væri svo auðveltað kayra sjálfskiptan bíl því maður þarf ekkert að gera en mér finnst þetta miklu erfiðara en að nota gírana eða allavega þegar ég er að bakka. Þegar ég fór út með vörur um daginn var röð farin að myndast fyrir aftan mig því ég var svo lengi að leggja í stæði (þetta var stærðar stæði, en þurfti þó smá lagni með að bakka og keyra fram og til baka) og þegar það loksins hófst keyrðu bílarnir hægt fram hjá mér til að skoða hvaða klaufi þetta væri sem ekki gæti lagt í stæði. Ég heiti því hér með að ég skal ALDREI eignast sjálfskiptan bíl!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home