Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

sunnudagur, maí 11, 2003

Sumarið er komið!
Ég elska svona veður eins og er núna, sól og blíða. Mér finnst Reykjavík verða svo rómantísk og falleg og vildi hvergi annarsstaðar vera en hér. Ég labbaði úr vinnunni (M&M) til Margrétar og Einars (í grillveisluna) í gær og það lá við að ég færi að fella tár af gleði og hamingju. Annars var það mjög fyndið að nær allt kvenfólk í partýinu var í rauðum bol þó svo að engin af okkur hafi gert það af ásettu ráði að klæðast liti Samfylkingunnar.
Ég skemmti mér mjög vel í gær og fannst allir hressir og kátir þó þeir hefðu kosið misjafna flokka. Reyndar heyrði ég í morgun að einhverjir sáu eftir að hafa kosið Vinstri græna í stað Samfylkinguna. Ég lenti í smá rökræðum um kosti og galla Sjálfstæðisfl. og Samfylkingunnar og var algjörlega kjöftuð í hel og skammast mín fyrir hvað ég gat lítið lagt fram. Hefði átt að spjalla aðeins betur við hana Siggu mína til að koma betur fyrir mig orði og fleygja fram góðum staðreyndum. Annars finnst mér óþarfi að vera að ræða mikið um þetta. Fólk á bara að kjósa eftir sinni bestu sannfæringu og það gerði ég.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home