Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

fimmtudagur, maí 01, 2003

Ég hef ekki verið mikið í tölvunni hér heima undanfarið (þarf ekki að gera neinar ritgerðir) og hef því ekki notað msn í langan langan tíma. Ég skrapp hinsvegar aðeins inn á það í gær og hitti danskan vin frá því að ég var í skólanum í Danmörku (ó mæ god hvað ég er orðin rosalega léleg í dönsku!!) og það var mjög gaman. Ég þarf að vera meira á msn til að hitta útlenska vini sem ég hef ekki haft samband við í ár.

En í dag er 1. maí, Verkalýðsdagurinn og ég ætlaði í kröfugöngu en fór ekki (engin sérstök ástæða fyrir því) og svo ætlaði ég að hafa baráttukaffi heima (mamma og pabbi fóru til Agureyris) og baka pönnukökur en það komust mjög fáir og fólk var mikið til með slökkt á farsímanum sínum. Held að ég bjóði því bara í pönsur á laugardaginn í staðinn, þá vill kannski einhver hitta mig!?
Annars var gærkvöldið mjög huggulegt. Við Tinna tókum video og fengum okkur ís og heita súkkulaðisósu sem Tinna gerði, en hún er meistari að gera svona sósu og svo vorum við með jarðaber og þeyttan rjóma. Nammmmmm..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home