Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

sunnudagur, maí 04, 2003

Var rétt í þessu að skoða myndirnar á síðunni hennar Ýrar og þar var matarklúbburinn einmitt að syngja "Nínu" uppáhalds júróvision lag allra Íslendinga! Þar rakst ég einmitt á mynd af Höllu að spila píanókaflan og var að hugsa hvað það er fyndið hvað allir syngja þennan kafla með þegar þeir syngja lagið. Ýrr var einmitt að tala um (um daginn) hvað það væri hallærislegt að hlusta á fólk syngja gítarsóló, en mér finnst píanósólo eiginlega hallærislegri (dururururururururu, sólóið úr Nínu). En alltaf gaman af myndunum hennar Ýrar;-)
Annars hélt ég kaffiboð í gær sem var bara aldeilis vel heppnað, fannst mér allavega (komu samt ekki eins margir og ég bauð, fólk í prófum og svona). Ég vaknaði eldsnemma og bakaði gulrótaköku (fékk enga hjálp frá Betty) og svo hafði ég pönnukökur sem Sinna endaði með að baka af því að ég var ekki tilbúin þegar þær komu en þær voru voða fallegar og góðar hjá henni (enda var deigið ekkert slor). Ég vil því þakka Margréti, Sinnu, Siggu, Ýrr og Tinnu fyrir skemmtilegt kaffiboð og vona að við endutökum leikinn í bráð. Er með hálfgert samviskubit yfir að hafa hálfpartinn rekið þær heim þar sem við Tinna vorum að fara í leikhús (í boði Eddú-útgáfu) og ég þurfti að hafa mig til. Sorry stelpur, lofa að vera ekki á leið í leikhús næst. En talandi um leikhús þá sáum við Rauða spjaldið og ég var bara ekki alveg nógu ánægð með það. Það var ekki beins leiðinlegt en það var ekkert skemmtilegt heldur og svo var það bara allt í einu búið. Svo þegar uppklappið kom þá var það hálf vandræðalegt. Þau fóru út af sviðinu þegar þau voru búin að hneigja sig og þetta var svona kurteisislegt klapp svo þau gætu komið og hneigt sig aftur. Mér leið hálf illa yfir þessu, bæði mín og leikaranna vegna!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home