Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

fimmtudagur, mars 06, 2003

Ég fór á skíði með Tinnu á mánudaginn og það var æði. Veðrið var frábært og það var svo fallegt að horfa á norðurljósin og alveg yndislegt bara. Ég hald að það hafi aldrei verið talað eins mikið á skíðum og á mánudaginn (og það var ekki bara ég sem talaði) og ýmis málefni rædd! Svo auðvitað datt ég og tók svaka veltu en það bara fylgir.
Mér finnst svo fyndið hvað vinnustaðahollista er mikil (á þetta kannski bara við um mig?). Ég er búin að vinna tæpar tvær vikur í nýju vinnunni og er strax orðin alveg "vá þetta er æði, en flottar vörur sem VIÐ erum með" og ég sem haf aldrei verið hrifin að minjagripum! Svo auðvitað hef ég ekki verstlað í Pennanum í mörg ár þar sem ég versla bara við M&M (en það er kannski líka af því að ég fæ afslátt þar) og bóksölu stúdenta auðvitað, en þarf þess nú samt ekki í bili.
Ég er bara glöð með nýju vinnuna og er búin að heimsækja vini mína í M&M tvisvar síðan ég byrjaði og það á eftri að aukast til muna með sumrinu. Mér finnst það svo mikil snilld að vera búin upp úr tvö á föstudögum og eiga fullt af deginum eftir þegar vinnu líkur.
Nú ætla ég að fara að gera eitthvað af viti eins og að skrifa bréf eða læra japönsku þar sem ég fékk próf með mér heim síðast sem ég ætla að skila eða bara leggjast upp í sófa og horfa á video.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home