Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

sunnudagur, apríl 06, 2003

Oh! Það er búið að vera svo mikið vesen á þessu bloggi mínu, færslurnar fara ekki í gegn og svo eru bara kínverskir stafir á gömlum bloggum. Furðulegt!
Ég átti alveg ljómandi skemmtilega helgi, fór á árshátíð hjá Eddunni á laugardagskvöldið og tók að mér aukavakt í M&M á föstudagskvöldinu og þá kom bara Hollywood stjarna og verslaði við mig. Eins og sum ykkar vita þá er hann Viggo Mortensen (betur þekktur sem Aragon) staddur hér á landi og er víst búinn að droppa nokkrum sinnum hingað inn og ég fékk að afgreiða hann á föstudaginn (samstarfskonu minni sem átti að vera að vinna til mikillar óánægju). En það sem ég var að spá er, að ef allir sem koma hingað til Íslands eru Íslandsvirnir erum við Viggo þá vinir af því að ég afgreiddi hann?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home