Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

laugardagur, maí 10, 2003

Kosningar og aftur kosningar
Það eru allir voða uppteknir af kosningunum þessa dagana og tel ég það bara vera gott mál. Ég vaknaði eins og svo margir aðrir við Sjálfstæðisflokks-kaffi-ilm og fékk mér morgunkaffi með mömmu (pabbi var á einhverju skralli með hestakörlum í gær og svaf því lengur en við). Svo kom íþróttakappinn upp í mér og ég hjólaði á kjörstað og þó að foreldrar mínir hafa verið með kosningaáróður alla vikuna (Sigga var reyndar líka dugleg með áróðurinn) kaus ég eftir minni bestu sannfæringu og hef komist að því að flestir af vinum mínum og kunningjum kusu (eða ætla að kjósa) það sama. Gott hjá þeim!
Ég hlakka mikið til kvöldsins því Margrét og Einar verða með grillveislu og svona til gamans má nefna það að hún Margrét var að klára prófin. Til hamingju með það Mína mín! Ég vona bara að ritgerðin klárist fljótt.
Það er búið að vera svo yndislegt veður í allan dag, sumarið alveg að koma, grasið farið að grænka og laufblöð komin á trén. Ég finn það alveg á mér að sumarið verður gott;-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home