Ég vaknaði við útvarpsvekjarann minn á fimmtudaginn og hljómaði þá eitthvað jólalag sem ég man ekki hvað var (ég slökkti strax á honum til að sofa aðeins lengur) en hugsaði að mér finndist allt of snemmt að byrja að spila jólalög þar sem það var bara 14. nóvember. Ég hélt að það væri óskrifuð regla að spila ekki jólalög fyrr en 1. des og svo heyrði ég í gær á þessari sömu útvarpsstöð að þau voru að monnta sig yfir að vera fyrst til að spila jólalögin. Fuss og svei segi ég nú bara!! Ég er alveg búin að vera með smá jólafiðring, skrifa lista yfir þá sem ég gef jólagjafir og hvað ég ætla að gefa hverjum og það sem ég er búin að kaupa (var mjög tímalega með fyrstu jólagjafakaupin) og gera lista yfir þá sem fá jólakort frá mér (ég var andvaka eina nóttina og þá er alveg eins gott að nýta tímann), en ég er ekki komin í það mikið jólaskap að ég vilji heyra jólalögin strax, prófin eftir og svona.
Við Tinna vorum voða duglegar á danskri kvikmyndarhátíð í vikunni og sáum tvær myndir sem mér fannst mjög skemmtilegar, er að hugsa um að fara á þá þriðju á morgun eða hinn en það kemur bara í ljós hvort ég hfi tíma til þess. Ég mæli með að allir sem hafa áhuga á danskri kvikmyndagerð (eða bara finnst danir skemmtilegir) fari og sjái eitthvað af þessum myndum;-)
Við Tinna vorum voða duglegar á danskri kvikmyndarhátíð í vikunni og sáum tvær myndir sem mér fannst mjög skemmtilegar, er að hugsa um að fara á þá þriðju á morgun eða hinn en það kemur bara í ljós hvort ég hfi tíma til þess. Ég mæli með að allir sem hafa áhuga á danskri kvikmyndagerð (eða bara finnst danir skemmtilegir) fari og sjái eitthvað af þessum myndum;-)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home