Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

miðvikudagur, október 23, 2002

Jahá! Ég hef komist að því að þetta verður annasöm helgi sem framundan er! Ég var búin að ákveða að fara í vísindaferð með Ýrr á föstudaginn og svo er okkur boðið í innflutningspartý til Margrétar og Einars sem keyptu þessa glæsilegu íbúð í sumar og ég er búin að bíða eftir innflutningspartýi hjá þeim síðan í haust. Svo er mér boðið í innflutningspartý hjá Önnu Ýr og Hjalta á laugardagskvöldið, en þau keyptu líka hina glæsilegustu íbúð í sumar og ég er líka búin að bíða eftir því partýi! Svo frétti ég á kóræfingu á mánudaginn að það er líka kórpartý á laugardagskvöldið og til að kóróna allt saman hringdi indverski "vinur" minn sem ég hitti síðustu helgi og bauð mér í matarpartý á laugardaginn. Þegar ég talaði við hann í símann sagðist ég koma en er ekki alveg eins viss núna. Ég er eitthvað að reyna að mana mig upp í að fara, en ég þekki hann ekki neitt og á örugglega ekki aftir að þekkja neinn annan heldur. Það er eitthvað svo asnalegt að vera að fara í boð hjá einhverjum sem maður þekkir ekki og veit ekkert um fólkið sem verður þar. En er þá kannski bara málið að fara og komast að því?
Fór til Jórunnar minnar í dag (sem er fegurðarstjórinn minn) í vax, lit og plokk svo ég er voða kvenleg og þokkafull núna (aha!!) og hún á eitthvð svo gott núna. Hún að deita voða næs gæja (sem ég á vonandi eftir að hitta bráðlega) og allt bara svo skemmtilegt hjá henni. Ég er eiginlega bara soldið abbó, mér er aldrei boðið á deit og lýsi því hér með eftir deitum!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home