Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

sunnudagur, október 05, 2003

Oh, ég er svo stolt af mér eftir þessa helgi! Djammaði ekki neitt heldur fór snemma að sofa og vaknaði líka snemma og notaði tímann til þess að læra. Það hef ég ekki gert lengi.
Ég borðaði samt sælgæti úr hófi og er ekkert sérstaklega stolt af því. Verð bara að borða ekkert nammi næstu tvær vikurnar til að vega upp á móti öllu þessu nammi áti (einmitt líklegt!).
Annars er allt gott að frétta og fyrir áhugasama var rosa gaman í bekkjarpartýinu síðustu helgi og líka í Matarklúbbinum. Var að hugsa um að drekka ekki sökum lélegs ástands en tók mig á og endaði á miklu srkalli og dröslaði Ýrr upp Laugaveginn en hún var rosa hress!
Mér var boðið í afskaplega flott matarboð á fimmtudaginn hjá henni Láru kláru og held að ég hafi bara aldrei borðað eins gott pasta. Takk fyrir mig Lára mín.
Svo má auðvitað ekki gleyma aðalmálinu og það sem helst er um rætt þessa dagana en það er auðvitað The Bachelor 3. Þáttur sem vert er að fylgjast með, hlæja að og auðvitað vera með veðmál um hver vinni hjárta prinsins. Við pæjurnar fylgdumst auðvitað spenntar með gangi mála þar, eins og þið gerið vafalaust líka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home