Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

föstudagur, október 10, 2003

Ég trúi ekki að ég sé ekki farin að minnast á hversu fullorðin ég er að verða. Ég stend nefninlega um þessar mundir á þröskuldi þess að verða fullorðin!
Fyrir nokkrum vikum fór ég í greiðslumat (alveg eins og fullorðna fólkið gerir) og er búin að fá út úr því og svona og er byrjuð að leita mér að íbúð. Eins og allir vita þá er það bara fullorðið fólk sem á íbúðir.
Ég er búin að skoða tvær íbúðir, önnur var ómöguleg en hin falleg. Þessi fallega var lítil og sæt og konan sem átti hana var mjög smekkleg og mig langr helst bara að kaupa þessa íbúð, henda konunni út og hirða allt dótið hennar. Ég læt hana kannski fá fötin sín og myndirnar en hinu vil ég endilega fá að halda.
Þegar ég var inni hjá þessari smekklegu konu varð mér hugsað til innbúsins sem ég á, og það er mjög svo rýrt. Allt sem ég á er inni í herberginu mínu (sem er samt frekar stórt) og þar er skrifborð, rúm, hillur, sjónvarp (pínu lítið) og video-tæki sem ég gerði svo góð kaup með að kaupa fyrir ári. Svo er þar fatahengi, innbyggður skápur, bast stóll og uppáhaldsstóllinn minn sem ég fékk um svipað leyti og video-tækið. Svo má ekki gleyma svefnsófanum mínum, en hann fær ekki að flytja með mér.

Ég ætla að segja ykkur aðeins frá svefnsófanum mínum. Hann er lítill og voða ljótur, gulur með blómum á. Það er ekkert sérstaklega gott að sitja í honum og enn verra að sofa í honum. Það finnst bara engum gott að sofa í honum nema mér, en ég held að það sé sálrænt því ég var svo glöð þegar ég fékk hann þegar ég var 9 ára.
Maðrurinn sem bjó á miðhæðinni hjá okkur er sjómaður og keypti sófan í Þýskalandi og ég hef oft hugsað í seinni tíð hvort hann hafi valið hann svona smekklega sjálfur eða hvort heimilisfólk mitt hafi fengið vörulista og valið hann handa litlu dekurróunni á heimilinu. En ég hef ekki rekist á annan eins svefnsófa svo ef þið þekkið einhvern sem getur toppað þennan sófa þ.e. er bæði óþægilegur og ljótur endilega látið mig vita.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home