Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

miðvikudagur, september 10, 2003

Þegar ég var 6 ára átti ég rosalega margar systur - eða mér fannst það allavega. Ég man ekki hvað þær voru margar þegar ég taldi þær flestar en þær hafa verið eitthvað tæplega 20. Ég taldi Siggu og Sólveigu systur mínar, svo á ég móðursystir, föðursystir, ömmusystir, afasystir og fullt af bekkjarsystrum.
Samkvæmt þessari skilgreiningu minni hef ég aldrei átt eins margar systur og einmitt núna. Ég á heilar 27 bekkjarsystur (því ég er í stelpubekk) og svo er ég í kórnum og hlýt því að eiga söngsystur.
Því miður á ég ekki eins mikið af bræðrum. Ég á ömmubróðir og svo nokkra söngbræður (söngsystur hljómar mun betur, kannski út af s-unum). Það þarf endilega að redda mér fleiri bræðrum til að vega upp á móti öllum þessum systrum. Hvar reddar maður sér bræðrum?
Ég get þó verið ánægð með synina tvo sem ég á (systursynir mínir).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home