Jæja, þá er sumarfríið mitt búið og ég aftur byrjuð að blogga (sjáum allavega til hvernig gengur).
Ég hefði kanski ekki átt að taka mér sumarfrí í bloggi þar sem þetta var alveg mjög gott sumar og frekar viðburðaríkt - allavega hef ég alveg nokkrar sögur sem ég hefði getað deilt með ykkur. Ég var t.d. rænd (hafa nú flestir heyrt þá sögu) og lenti í leynilögreglumáli, fór í útilegur og djammaði alveg fullt bæði með og án matarklúbbsins.
Nú er skólinn byrjaður og ég er alveg hæst ánægð með hversu vel var tekið á móti okkur nýnemum. Finnst ég samt frekar ein eitthvað í stórum skóla þar sem ég þekki mjög fáa en það á vonandi eftir að rætast úr því.
Ætla bara að hafa þetta stutt til að byrja með, er svona aðeins að hita mig upp fyrir komandi skrif.
xxx Auður
Ég hefði kanski ekki átt að taka mér sumarfrí í bloggi þar sem þetta var alveg mjög gott sumar og frekar viðburðaríkt - allavega hef ég alveg nokkrar sögur sem ég hefði getað deilt með ykkur. Ég var t.d. rænd (hafa nú flestir heyrt þá sögu) og lenti í leynilögreglumáli, fór í útilegur og djammaði alveg fullt bæði með og án matarklúbbsins.
Nú er skólinn byrjaður og ég er alveg hæst ánægð með hversu vel var tekið á móti okkur nýnemum. Finnst ég samt frekar ein eitthvað í stórum skóla þar sem ég þekki mjög fáa en það á vonandi eftir að rætast úr því.
Ætla bara að hafa þetta stutt til að byrja með, er svona aðeins að hita mig upp fyrir komandi skrif.
xxx Auður
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home