Auður litla

Ég veit að ég er löt við að skrifa, en það virkar ekkert að reka á eftir mér;-)

þriðjudagur, september 09, 2003

Ég er orðin svo mikil skólastelp að ég var bara heima í gærkvöldi að læra. Mér fannst það æði! Ég var að reikna og hlusta á diskinn sem Sinna gaf mér í matarklúbbnum hjá Höllu og mér finnst hann líka æði. Takk Sinna;) Mér finnst rosa gaman að reikna af því að ég kann þetta og finnst ég alveg smá klár (ætla samt ekki að koma með neinar yfirlýsingar þar sem þetta gæti farið að vera erfiðara og ég gefist upp).
Ég er búin að ákveða að ég ætla að heimsækja Tinnu og Árnýju til Danmerkur í enda október ef það hentar þeim. Ég verð að komast eitthvða út í smá tíma. Ég hef ekki farið til útlanda síðan í maí/júní í fyrra og það gengur nú ekki! Það eru allir eitthvað að fara til útlanda í kring um mig svo ég hef ákveðið að vera bara eins. Verð bara að vera dugleg að læra og vera búin að öllu áður en ég fer út. Þetta verður samt ekkert löng ferð bara svona löng helgi.
En ykkur er örugglega alveg sama:Þ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home